15 Vestfirðingar með Covid

Samtals eru nú 15 manns með lögheimili í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða smitaðir af kórónaveirunni.

Hluti þeirra sætir einangrun á höfuðborgarsvæðinu. Tæplega 30 eru í sóttkví á Ísafirði og nágrenni.

Enginn er smitaður í Vesturbyggð eða Tálknafirði. Þar eru þó sex í sóttkví eftir smit sem kom þar upp fyrir helgi.

Öll smit sem greinst hafa síðustu daga voru hjá fólki sem var í sóttkví. Það er huggun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða