Vörn gegn veiru er bók mánaðarins

Faraldur geisar um heiminn, yfir lönd og álfur æðir veira sem sýkt hefur milljónir manna og lagt hundruð þúsunda að velli.

COVID-19 hefur nánast kollvarpað hagkerfi heimsins og kallað á harðar aðgerðir.

Enn sér ekki fyrir enann á baráttunni. Mánuðum saman hafa Íslendingar sameinast við sjónvarptækin og fylgt leiðsögn okkar færustu sérfræðinga.

Sóttkví, einangrun, skimun,smitrakning,hjarðónæmi,öll þessi orð hafa orðið okkur töm.
Árangurinn er ótrúlegur þegar horft er til heimsins í kring.

Hvernig heppnaðist mönnum að hemja fyrsta áhlaup veirunnar hér á landi? Hvers vegna þurftur færri Íslendingar hlutfallslega að leita hjálpar á gjörgæslu en víðast hver í heiminum?
Hvernig tókst að vernda elstu kynslóðina og halda tölu látinna i lágmarki? Hvernig raðgreinir maður veirur? Hver voru helstu mistökin, hvað mátti gera betur? Hvað fór fram að tjaldabaki í almannavörnunum,heilbrigðiskerfi og ríkisstjórn?

Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum er að finna í þessari bók. Stuðst er við gögn sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings,rætt er við starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni, vísindamenn sem glímdu við flóknar gátur,stjórnmálamenn sem tókust á við erfiðar ákvarðanir,og loks fólkið sem smitaðist,veiktist – og lifði.

Höfundur bókarinnar er Björn Ingi Hrafnsson og útgefandi Útgáfufélag Viljans ehf

DEILA