Villikettir Vestfjörðum

Villikettir Vestfjörðum starfa undir merkjum Dýraverndunarfélagsins Villikatta.

Markmið félgsins er að hlúa að villi- og vergangsköttum á svæðinu, útvega þeim skjól og matargjafir. Félagið starfar eftir TNR hugmyndafræðinni

Félagið er með körfu í Bónus þar sem tekið er við gjöfum til félagsins. Því miður var tekið úr gjafakörfunni í Bónus. Vonandi einhver sem vissi ekki betur.

Í þessari körfu er kattamatur og kattasandur sem eru gjafir til Villikettir á Vestfjörðum, sjálfboðaliðafélags sem er að hugsa um fjöldan allan af vergangs- og flækingsköttum á norðanverðum Vestfjörðum.

Þörfin hjá okkur er brýn og viljum við biðja fólk um að virða það að þetta eru gjafir til félagsins en ekki utanaðkomandi aðila, þótt viðkomandi sé að gefa villiköttum.

Viljum við hveta fólk sem hefur áhuga á málefni villikatta að hafa samband við okkkur í gegnum Facebook síðu félagsins og gerast sjálfboðaliðar.

DEILA