Vesturbyggð styrkir skógrækt

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að styrkja skógræktarfélögin í Vesturbyggð. Samningarnir eru við Skógrækarfélag Bíldudals og Skógræktarfélag Patreksfjarðar. Samkvæmt samningunum veitir Vesturbyggð hvoru félagi fyrir sig styrk að fjárhæð 350.000 kr. á ári.

Styrkt eru þau verkefni sem félögin vinna í þágu umhverfis og samfélags í Vesturbyggð. Skulu félögin gera skógræktarsvæðin aðgengileg gangandi vegfarendum, m.a. til þess að efla lýðheilsu íbúa. Þá skulu félögin miðla upplýsingum til almennings um skógræktarsvæðin og aðgengi að þeim.

Samningarnir eru ótímabundnir en eru uppsegjanlegir fyrir 1. september ár hvert.