Veðurhamur í Neðsta á miðvikudagskvöldið

Það var mikill veðurhamur í Neðsta á miðvikudagskvöldið eins og sjá má af þessum myndböndum sem Inga María Guðmundsdóttir tók.

Það losnaði einn bryggjuendinn með tveim bátum af flotbryggjunni. Halldór Sveinbjörnsson fór á kajak með reipi til að festa bátana. Þeir voru líka í björgunarstörfum Torfi Einarsson, Þorsteinn Traustason og Pétur í áhaldahúsinu.