Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál mun ekki afgreiða kæru Landverndar um Þ -H leið í Gufudalssveit nú í september eins og áður var búið að gefa út.
Ritari nefndarinnar segir að það hafi orðið einhverjar tafir“ en stefnt að úrskurði þann 1. október n.k.“
Í byrjun júní kom fram í úrskurði nefndarinnar, þar sem hafnað var kröfu um bann við framkvæmdum þar til endanlegur úrskurður lægi fyrir um kæru Landverndar, að hann yrði áður en rynni út lögboðinn frestur þ.e. innan þriggja mánaða.
Samkvæmt því hefði niðurstaða átt að liggja fyrir í byrjun september. Því var síðar breytt og sagt stefnt að úrskurði í september.
Nú er stefnt að úrskurði næsta fimmtudag, þann 1. október.