Sundkýrin Sæunn : metsölubók

Í síðustu viku kom út bókin Sundkýrin Sæunn og var útgáfuhófið í Valþjófsdal. Höfundar bókarinnar eru Eyþór Jóvinsson frá Flateyri og Freydís Kristjánsdóttir. Útgefandi er Sögur útgáfa ehf sem Ísfirðingurinn Kristján Freyr Halldórsson stýrir.

Bókin fjallar um kúna Sæunni sem vann sér það til lífs að synda yfir Önundarfjörð frá Flateyri til Valþjófsdals.

Sala bókarinnar fer af stað og var bókin í þriðja sæti á lista Eymundsson yfir söluhæstu bækur.

Hér eru nokkrar myndir frá útgáfuhófinu í Önundarfirði.