Súðavík: dauðans alvara á Súðavíkurhlíð

Sveitarstjórn Súðavíkur ræddi samgöngumál á fundi sínum á föstudaginn.

Í ályktun sem samþykkt var segir að ástandið á hlíðinni sé dauðans alvara og áhugaleysi Samgönguráðherra og ráðamanna Vegagerðarinnar er sagt með öllu óskiljanlegt. Þá eru greinarskrif forstöðumanns jarðgangadeildar Vegagerðarinnar gagnrýnd og þau sögð vekja furðu.

Ályktunin í heild:

„Ástand Súðavíkurhlíðar er dauðans alvara og áhugaleysi Samgönguráðherra og ráðamanna Vegagerðarinnar með öllu óskiljanlegt. Eftir yfir 40 lokanir og yfirlýst hættuástand Súðavíkurhlíðar síðastliðinn vetur tímabilið janúar til mars og úrræðaleysi vegna grjóthruns á hlíðinni í sumar er umfjöllun yfirmanna í Vegagerðinni um hættuleysi Súðavíkurhlíðar taktlaus. Þá bera greinaskrif forstöðumanns jarðgangadeildar Vegagerðarinnar 7. desember 2019 vott um skeytingarleysi um öryggi vegfarenda við Djúp og vekja furðu sveitarstjórnar og íbú við Djúp. Vonir sveitarstjórnar standa til þess að áhugi kjörinna fulltrúa NV-kjördæmis á málinu vakni fyrir lok yfirstandandi þings.“