Staðbundin ákvarðanataka með hjálp GIS

Rheanna Drennan

Fimmtudaginn 10. september mun Rheanna Drennan verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.

Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 getur takmarkaður fjöldi sótt viðburðinn.

Í rannsókninni kannar Rheanna hvernig landfræðileg upplýsingakerfi (GIS) eru notuð af yfirvöldum til stuðnings við verndun og nýtingu laxastofna við vesturströnd eyjunnar.

Ritgerðin ber titilinn „Taking a West Coast Approach: Place-based decision-making and the use of GIS by local governance groups to support salmon conservation and management on the West Coast of Vancouver Island.“ Nánari upplýsingar má nálgast í úrdrætti á ensku.

Leiðbeinendur eru Jamie Alley, M.Sc. sjálfstætt starfandi ráðgjafi í umhverfis- og auðlindastjórnun og fastur stundakennari við Háskólasetrið og dr. Paul Zandbergen, prófessor í landfræðilegum upplýsingakerfum við Háskólann í Vancouver, Kanada. Prófdómari er dr. Jennifer Schmidt, lektor í auðlindastjórnun og stefnumótun við Háskólann í Alaska, Anchorage

DEILA