Skólasetning og félagsfundur Lýðskólans á Flateyri á laugardaginn

Lýðskólinn á Flateyri verður settur í þriðja sinn laugardaginn 19. september í Samkomuhúsi Flateyringa og hefst athöfnin kl: 14:00.

Þar sem enn eru í gildi samkomutakmarkanir vegna Covid19 verður athöfninni streymt á viðburði á facebook síðu skólans, hægt verður að nálgast hlekk þar til að fylgjast með athöfninni.

 

Félagsfundur Lýðskólans á Flateyri verður haldinn í Gunnukaffi, Hafnarstræti 11 á Flateyri kl: 11:30.

Dagskrá fundarins:

  1. Breyting á samþykktum félagsins
  2. Kosning aðalmanns í stjórn
  3. Önnur mál