Lokið er framkvæmdum við í eldhúsi Reykhólaskóla og við endurbætur í búningsklefum Grettislaugar sem unnið var að í sumar. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri sagði að framkvæmdirnar hefðu kostað 10 milljónir króna á hvorum stað. Ekki hefði verið vanþörf á endurbótum, sérstaklega í skólanum þar sem innréttingar og tæki í eldhúsi hefðu verið orðnar ansi gamlar og farin að láta á sjá.
Kórónaveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá sveitarfélaginu. Framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækkaði um 27,5 m.kr. og tekjur hafnarinnar og sundlaugar voru lækkaðar um 10 m.kr. við endurskoðun fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins. Dregið var úr viðhaldsfé til ýmissa fjárhagsliða og niðurstaða ársins lækkuð sem nemur því sem útaf stóð.
Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er hins vegar óvenjugóð að því leiti að skuldir eru lágar og staða lausafjár er góð.