Reykhólahreppur: Tillögur að skipulagsbreytingum v/ Galtarvirkjunar

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 21 . janúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 og tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Garpsdals.

Í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps ásamt umhverfisskýrslu.

Markmið fyrirhugaðrar breytingar er að skilgreina iðnaðarsvæði undir vatnsaflsvirkjun í Garpsdal en svæðið sem fellur undir nýja skilgreiningu er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Stefnt er að því að reisa fallvatnsvirkjun án miðlunarlóns og að uppsett afl verði allt að 950 kW.
Megin markmið framkvæmdarinnar er að auka afhendingaröryggi á Vestfjörðum.

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir vatnsaflsvirkjun við Múlaá í Garpsdal.

Tillögurnar verða til sýnis, frá 3. september til 15. október nk., á skrifstofu Reykhólahrepps, stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð Reykhólum, 380 Reykhólahreppi og á heimasíðu sveitarfélagsins www.reykholar.is. Auk þess verða skipulagsgögnin aðgengileg hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

Athugasemdum skal vinsamlegast skilað skriflega til skrifstofu Reykhólahrepps eða á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 16. október 2020.