OV: jarðstrengur í Sauðlauksdal

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur veitt Orkubúi Vestfjarða framkvæmdaleyfi fyrir því að plægja í jörð  háspennustreng frá Sandodda í Sauðlauksdal að Kvígindisdal utar í Patreksfirði.

Elías Jónatansson, Orkubússtjóri segir að þetta sé fyrsti áfangi í að þrífasa frá núverandi þriggja fasa kerfi í í Sauðlauksdal yfir í Breiðuvík.  Hann segir að verkefnið auki afhendingaröryggið á svæðinu þar sem verið er að leggja kerfið í jörð, um leið og möguleikar skapast á aukningu í afhentu afli.

Þessu verkefni var ýtt úr vör í apríl af ríkisstjórninni í tengslum við fjárfestingarátak, en þá var varið 100 milljónum króna varið til þess að leggja dreifikerfi í jörð. Til Vestfjarða var ráðstafað helmingnum, 50 m.kr.

Ákveðið var að nýta féð  í að hefja að það verkefni að koma Rauðasandslínu (frá Sauðlauksdal að Rauðasandi) í jörðu í nokkrum áföngum (Sauðlauksdalur – Hnjótur – Breiðavík – Örlygshöfn – Láginúpur – Breiðavík – Bjargtangar – Örlygshafnarvegur – Rauðisandur).
Alls er þar um 70 km að ræða og heildarfjárfestingarkostnaður um 370 m.kr.

Mun framlagið nýtast fyrir fyrsta áfanga þess verkefnis sagði þá í fréttatilkynningu.