Menntaskólinn Ísafirði 50 ára 3. október 2020

Eftir rúmar tvær vikur verða liðin 50 ár frá stofnun Menntaskólans á Ísafirði. Skólinn var  settur í fyrsta skiptið í Alþýðuhúsinu á Ísafirði. Kennsla fór fyrst fram í gamla barnaskólahúsinu við Aðalstræti 34 og voru fyrstu stúdentarnir brautskráðir árið 1974. Í janúar 1984 fluttist kennslan í nýtt bóknámshús  á Torfnesi þar sem heimavistin var fyrir og nú einnig íþróttahús og verknámshús.

Fyrsti skólameistari skólans var Jón Baldvin Hannibalsson, en hann var til  1979. Þá tók við Björn Teitsson (1979-2001).  Núverandi skólameistari er Jón Reynir Sigurvinsson.

Jón Reynir var inntur eftir áformum skólans vegna tímamótanna.

„Til stóð að halda uppá afmælið með veglegum hætti, veislu og dagskrá og var ætlunin að senda út 500 boðskort sem komu úr prentun í byrjun ágúst. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður ekki hægt að bjóða gestum. Þessum tímamótum í sögu skólans verður engu að síður fagnað á ýmsan hátt. Afmælismyndband um skólann er í vinnslu og er það unnið af starfandi leikstjóra og kvikmyndagerðarmönnum á Ísafirði, þeim Snævari Sölvasyni, Ásgeiri Helga Þrastarsyni og Hauki Sigurðssyni. Allir eru þeir fyrrum nemendur MÍ. Undanfarið hafa þeir fylgst með skólastarfinu og myndað fjölbreytta starfið sem fram fer í skólanum á afmælisárinu. Föstudaginn 2. október verður nemendum og starfsfólki skólans boðið upp á veislu í Gryfjunni. Á sama tíma verður afmælismyndbandið frumsýnt og steymt á netinu.“