Lengjudeildin Vestri:Magni í dag kl 16:30

Frá leik vestra í Safamýrinni um helgina. Vestramenn voru hvítklæddir. Stumrað yfir Blakala markverði.

Karlalið Vestra tekur á móti liði Magna frá Grenivík í Lengjudeildinni í dag. Leikið verður á Olísvellinum á Torfnesi og hefst leikurinn kl 16:30. Vestri er í 7. sæti deildarinnar með 20 stig en Magni er í 12. og neðsta sæti með 9 stig.

Undanfarin tvö ár hefur Magni leikið í Lengjudeildinni og bjargað sér frá falli á seinni hluta mótsins með góðri frammistöðu. Þetta árið fer liðið svipað af stað. Magna gekk lengi vel illa og var aðeins með 1 stig en hefur sótt í sig veðrið og er nú aðeins 3 stigum frá því að lyfta sér úr fallsæti.

Leikurinn hefst kl 16:30 er tilvalið að mæta og styðja Vestramenn til sigurs.

Vestri lék um helgina gegn toppliði Fram í Reykjavík og lauk leiknum með jafntefli 1:1.  Vestri komst yfir skömmu fyrir leikslok með góðu marki frá Pétri Bjarnasyni en Frammarar náði að jafna á 95. mínútu leiksins. Einn leikmaður Fram fékk rautt spjald snemma í leiknum og léku Frammarar því einum manni færri.

 

 

 

DEILA