Karfan: Vestra spáð misjöfnu gengi í 1. deild karla

Birt hefur verið spár um gengi liðanna sem keppa í 1. deild karla í körfuknattleik fyrir komandi leiktímabil.

Spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna er á þann veg að Vestri verði í fjórða sæti deildarinnar. Fjölmiðlamenn eru heldur svartsýnni og spá þeir Vestra sjöunda sæti deildarinnar, en tíu lið leika í deildinni.