Íslendingar fá ekki að fara til Danmerkur nema að eiga þangað erindi

Vegna aukningar á Covid-19 smitum á Íslandi fá farþegar sem að koma frá Íslandi til Danmerkur ekki landgöngu nema að eiga lögmætt erindi til landsins.

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn vekur athygli á þessari breytingu á Facebook síðu sinni.

Lögmætt erindi telst til að mynda:

• Atvinna, búseta eða nám
• Fjölskyldutengsl við fólk sem býr í Danmörku
• Erindi við erlent sendiráð í Danmörk

Nánari upplýsingar um hvaða ferðir flokkast sem lögmæt erindi og reglur þar um má finna inn á heimasíðu dönsku lögreglunnar.

Þessi regla tekur gildi á miðnætti 26. september 2020