Ísafjarðarbær: samþykkt að kaupa 116 tölvur

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að kaupa 116 borðtölvur og er áætlaður kostnaður um 13 milljónir króna. Þessum kostnaði verði mætt með lækkun handbærs fjár.

Þá verður kaupunum fylgt eftir með því að bjóða út hýsingu og rekstur tölvukerfis Ísafjarðarbæjar en það var samþykkkt fyrr á árinu.

Á sama fundi samþykkti bæjarstjórn endurskoðaðar innkaupareglur fyrir sveitarfélagið sem hafi það markmið að  stuðla að hagkvæmni í rekstri og hvetji um leið til nýsköpunar og framsækinnar þróunar í atvinnulífi. Þar er tekið fram m.a. að gæta skuli jafnræðis  meðal þeirra sem viðskipti eiga við sveitarfélagið, stuðla að samkeppni á markaði og versla skuli í nærsamfélagi eftir því sem lög og reglur leyfa.