Ísafjarðarbær: breytingar í nefndum

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær voru samþykktar nokkrar breytingar á skipan í nefndum bæjarins.

Tvær breytingar voru gerðar hjá Framsóknarflokknum.

Harpa Björnsdóttir var kosin aðalmaður í velferðarnefnd, í stað Tinnu Hlynsdóttur, sem fulltrúi B-lista Framsóknarflokks og Bragi Rúnar Axelsson, einnig fulltrúi B-lista Framsóknarflokks  var kosinn sem formaður nefndarinnar í stað Tinnu.

Þá gerðu Framsóknarmenn breytingu í íþrótta- og tómstundanefnd. Kristján Þór Kristjánsson var kosinn aðalmaður í stað Antons Helga Guðjónssonar.

Loks gerði Í listinn breytingu  í fræðslunefnd. Finney Rakel Árnadóttir var kosin sem varamaður í fræðslunefnd, í stað Arnhildar Lilýar Karlsdóttur.