Háskólsetur Vestfjarða: áhrif kalkþörungasvæða fisktegundir í Ísafirði

Mánudaginn 7. september, kl. 13:00, mun Michelle Valliant verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 getur takmarkaður fjöldi sótt viðburðinn. Vörnin verður einnig aðgengileg á netinu fyrir áhugasama á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „Assessing The Degree Of Maerl Habitat Fragmentation Affecting Fish Species Richness And Abundance.“

Leiðbeinendur eru dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðukona Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Bolungarvík og dr. Ragnar Edvardsson, akademískur sérfræðingur við sömu stofnun. Prófdómari er dr. Jason Hall-Spencer, prófessor í sjávarlíffræði við Háskólann í Plymouth í Bretlandi.

Útdráttur

Kalkþörungabreiður  eru tegund búsvæða sem saman standa af kölkuðum rauðþörungum (Corallinales sp.). Fyrri rannsóknir sýna að kalkþörungasvæði eru mikilvæg búsvæði fyrir ungviði fiskitegunda eins og Atlantshafsþorsk (Gadus morhua) og aðrar tegundir  botnfisks. Í þessari rannsókn voru gerðar talningar á fiskum og öðrum stærri tegundum með SCUBA köfun til að bera saman  fjölda og tegundafjölbreytni á kalkþörungasvæðum og samanburðarsvæðum annarsvegar og á miðju og jaðar kalkþörungasvæða hinsvegar. Ennfremur var Starfish 452F tvígeislamælir notaður til að kortleggja kalkþörungabúsvæðin og Gemini 720im SeaTec kerfið var síðar prófað til að ákvarða fiskafjölda, stærð og tegundardreifingu á sömu svæðum. Rannsóknin var gerð á Ísafirði í Ísafjarðardjúpi, þar sem tvö kalkþörungasvæði  voru könnuð og borin saman við svæði með litla sem enga kalkþörungaþekju (<20%). Fleiri fiskar sáust á kalkþörungasvæðunum en á samanburðarsvæðinu og þá voru fleiri fiskar á miðju kalkþörungasvæðanna en á jaðri þeirra. Þetta styður þá kenningu að uppskipting eða rof þessara búsvæða minnki virk búsvæði fyrir lífverur.  prófanir með  Gemini 720im SeaTec sýndu að þrátt fyrir að þetta kerfi hafi ekki veitt þá upplausn mælinga sem vonast var eftir gefur það jákvæðar vísbendingar sem gefa tilefni til  framtíðarrannsókna á möguleikum þess að meta fiskstofna á viðkvæmum búsvæðum. Megin niðurstöður þessarar rannsóknar eru að kalkþörungasvæði geta verið mikilvæg búsvæði þorskfiskseiða. Þá gefur verkefnið mikilvægan grunn aðferðafræði til kortlagningar viðkvæmra svæða í nærsjó með SCUBA köfun, tví- og fjölgeislamælingum og hljóðeinangrunarkerfi. Í heildina dregur þessi rannsókn fram mikilvægi kalkþörungasvæða fyrir náttúruvernd sjávar sem styður mikilvægi þeirra fyrir fiskistofna.

DEILA