Göngum í skólann

Meginmarkmið verkefnisins GÖNGUM Í SKÓLANN er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar og að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Þá er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu ,,gönguvænt” umhverfið er.

Verkefnið verður í gangi í frá 2.- 30. september. Árlega taka milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í verkefninu með einum eða öðrum hætti.

Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samgöngustofa og Landssamtökin Heimili og skóli.

Hverjum skóla er í sjálfsvald sett hvernig hann hagar sinni þátttöku í verkefninu.

Árangursríkast hefur reynst að fela einum aðila innan skólans að sjá um að halda utan um verkefnið og kynna það fyrir samstarfsfólki og nemendum.

Ávinningurinn er gríðarlega mikill og mikilvægt að hvetja börnin til þess að hreyfa sig og tileinka sér sem öruggastan ferðamáta til og frá skóla.

DEILA