Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 38 & 39

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 38 & 39 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Búið er að reisa fjarskiptamöstur til hliðar við fjarskiptahúsin sem eru utan við munna ganganna beggja vegna. Unnið var í tæknirýmum, fjarskiptahúsum, neyðarrýmum og neyðarskápum við uppsetningu á búnaði og tengingum ásamt því sem unnið var við stjórnkerfi ganganna.

 

Klárað var að leggja fyrra lag klæðingar á vegi utan ganga ásamt því sem lagðir voru tæpir 2 km af seinna laginu. Í Arnarfirði var vegrið sett upp við báðar brýrnar. Unnið var við fyllingar á hliðarvegi sem liggur inn eftir Dýrafirði ásamt fyllingum undir áningastað sem verður í Dýrafirði. Haldið var áfram með fyllingar yfir vegskála beggja vegna ásamt því sem unnið var við efnisvinnslu.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá munnan Arnarfjarðarmegin og fyllingavinnu við áningastað og vegtengingu inn eftir firði.

Fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga

Baldvin Jónbjarnarson

DEILA