Deilt um tillögur um atvinnu- og byggðakóta

Drög að frumvarpi um atvinnu- og byggðakvóta er í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar og hafa borist margar umsagnir. Skoðanir eru mjög skiptar um tillögur Sjávarútvegsráðherra Kristjáns Þórs Júlíussonar.

Lagt er til að árlega verði 5,3% af útgefnum kvóta ráðstafað til atvinnu- og byggðakvóta og komi í stað gildandi lagaákvæða um byggðakvóta, línuívilnun og strandveiða.

Þessu kvóta verði svo skipt þannig að 44,64% verði til að efla atvinnulíf í dreifðum sjávarbyggðum sem skiptist svo í byggðakvóta og sértækan byggðakvóta. Til þess að bregðast óvæntum áföllum í dreifðum sjávarbyggðum verði 8,1%  og loks 47,26% til þess að stuðla að fjölbreytni og nýliðunar. Það skiptist í strandveiðar 35,4%, línuívilnun 10,92% og 0,94% til veiða í tengslum við ferðaþjónustu.

Strandveiðifélagið Krókur í Barðastrandarsýslu leggst gegn frumvarpinu og hvetur í umsögn sinni þingmenn til að samþykkja ekki neinar tilraunir sitjandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til lagabreytinga.

Segir í umsögninn að tilraun ráðherra í þessu frumvarpi til að hverfa aftur til ólimpískra veiða með skiptingu strandveiðipottsins milli landsvæða og skerðingu á heildarmagni í tonnum talið, sem ætlað er til strandveiða (yrði næsta sumar u.þ.b. 9700 tonn af þorski), sé  í hrópandi mótsögn við vilja mikils meirihluta strandveiðimanna.

Þá segir í umsögninni að það sé með ólíkindum að ætla að ráðstafa ónýttri línuívilnun til byggðakvóta sem m.a. er nýttur af togurum og girða þar fyrir að hægt sé að nýta þær til t.d. strandveiða.

Í umsögn Bolungavíkurkaupstaðarsegir hins vegar að frumvarpið sé af hinu góða og að breytingarnar muni auka skilvirkni, gegnsæi og verðmæti í heild sinni. Segir í umsögninni að það sé skilningur kaupstaðarins að ónýtt línuívilnun verði færð sem almennur byggðakvóti og verði úthlutað óskipt á sama byggðarlag. Mikilvægt sé að þessi ksilningur komi skýrt fram í lagatextanum. Bent er á að Bolungavíkurkaupstaður hafi misst  yfir 80% þeirra starfa sem voru vegna línuívilnunar og horft sé til þess að tilraun með þróun byggakvóta skapi ný störf í þeirra stað.