Vestfjarðavegur: tilboð opnuð í gær

Vegarkaflinn um Meðalnesið er lengst til hægri á myndinni.

Í gær voru opnuð tilboð í tvo vegarkafla á Vestfjarðavegi 60.

Fjögur tilboð bárust í 1. áfanga Dynjandisheiði. Verkið skiptist í tvo kafla. Annars vegar um 5,7 km langan kafla við Þverdalsá  og hins vegar um 4,3 km langan kafla fyrir Meðalnes í Arnarfirði. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2021.

Áætlaður verktakakostnaður er kr. 1.511.612.918.

Lægsta tilboðið var frá Borgarverki ehf í Borgarnesi og var það 1,7 milljarðar króna eða 196 milljónir króna yfir kostnaðaráætlun.

Tilboðin sem bárust voru þessi :

Suðurverk hf., Kópavogi               kr. 1.963.104.806     129,8%  af kostnaðaráætlun

Ístak hf., Mosfellsbæ                    kr. 1.924.029.730       127,3%
Íslenskir aðalverktakar hf.,           kr. 1.732.973.575       114,6 %
Borgarverk ehf., Borgarnesi          kr. 1.708.086.000       113,0 %

 

Í hitt verkið, brúargerð um Botnsá í Tálknafirði barst aðeins eitt tilboð. Það var frá Kubbi ehf Ísafirði sem bauð 257 milljónir króna í verkið. Kostnaðaráætlun er 205,3 m.kr. Verkinu skal að fullu lokið 25. október 2021.

DEILA