Tuskudýr

Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni ásamt níu öðrum ríkjum þar sem athugað var öryggi tuskudýra.

Tuskudýr er eitt af þeim leikföngum sem þurfa að uppfylla kröfur fyrir alla aldurhópa þar með talið ungbarna.

Því var sérstaklega kannað hvort að tuskudýrin stæðust togprófanir. Kom í ljós að smáir hlutir féllu af sumum
tuskudýrunum við prófanir.
Slíkt getur reynst ungum börnum hættulegt vegna köfnunarhættu og verða framleiðendur að tryggja að leikföng standist togprófanir áður en þau eru markaðssett.

Einnig voru gerðar efnaprófanir og prófanir á eldfimi leikfanganna. 17 leikföng voru send til prófunar frá Íslandi.
Hefur markaðssetning fjögurra leikfanga nú þegar verið stöðvuð hér á landi og leikföng innkölluð af söluaðila.

Enn standa yfir aðgerðir í Evrópuríkjunum.