Strandabyggð: nýr varaoddviti

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur kosið Guðfinnu Láru Hávarðardóttur varaoddvita sveitarstjórnar í stað Aðalbjargar  Signýjar Sigurvaldadóttur  sem hefur sagt sig úr sveitarstjórninni vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu.

Í framhaldinu voru gerðar breytingar á skipan í nefndum þannig að Jón Gísli Jónsson tók sæti formanns Umhverfis- og skipulagsnefndar en hætti í atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd.

Í hans stað var Jón Jónsson, þjóðfræðingur kosinn aðalmaður í atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd.

Oddviti sveitarstjórnar er Jón Gísli Jónsson.