Spænsk barokktónlist í Edinborgarhúsinu – Tónleikunum frestað

TÓNLEIKUNUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA

Enginn maður hyggur sig óðan er yfirskrift tónleika með tvíeykinu Dúo Las Ardillas

Dúo Las Ardillas skipa hörpuleikarinn og söngkonan Sólveig Thoroddsen og kostaríski lútuleikarinn Sergio Coto Blanco.

Tvíeykið hóf störf í Bremen vorið 2016 og hefur komið fram víða við góðar undirtektir á undanförnum árum, m.a. á nokkrum sumartónleikaröðum á Íslandi, á fjölbreyttum tónleikastöðum í Norður-Þýskalandi og á barokktónlistarhátíð í Costa Rica.

Tvíeykið flytur spænska tónlist frá 17. og 18. öld, m.a. lítt spiluð verk úr handritinu Cancionero Poético-Musical de Mallorca, sem inniheldur sönglög með bassalínu.

Tvíeykið fékk nýlega aðgang að ljósmyndum af síðum upphaflega handritsins, en þar sést að flest verkin skarta auk bassalínunnar barokkgítarundirleik sem ekki er að finna í nútímaútgáfunni sem hefur verið gefin út af handritinu.

Handritið er ekki aðgengilegt almenningi og því hafa þessar upphaflega útgáfur laganna varla hljómað undanfarnar aldir.

Blæbrigðarík sönglög, í mörgum tilfellum eftir óþekkta höfunda, í bland við fjörlega hljóðfæratónlist eftir spænska barokkhörpuleikarann Lucas Ruiz de Ribayaz og barokkgítarleikarann Santiago de Murcia.

Tónleikar með Dúo Las Ardillas eru í Edinborgarhúsinu laugardaginn 8. ágúst kl. 16

DEILA