Sólon í Slunkaríki

Á fimmtudaginn í síðustu viku voru liðin 160 ár frá fæðingu Sólons Guðmundssonar sem var kenndur við Slúnkaríki á Ísafirði. Sólon var verkamaður, alþýðuskáld og húsasmiður, en Þórbergur Þórðarson gerði honum skil í Íslenskum aðli sem kom út árið 1938.

Þórbergur sagði það enn fremur einkennilegt um skáldskap Sólons, að hann brýtur iðulega af sér alla rímfjötra, auðsæilega til þess að geta gefið hugsun sinni víðara svigrúm og meiri nákvæmni í tjáningu og orðalagi.

Þetta má vel sjá í vísu Sólons um Guðmund G Kristjánsson sem Þorbergur segir bæjarverkfræðing.

En vísan er svona:

Undur er að slíkum manni,
sem sagar járn og lóðar rör.
Dvergar hafa ugglaust blásið
feiknavizku í nasastofurnar.

Ríkisútvarpið átti á dögunum afar fróðlegt viðtal við Elísabet Gunnarsdóttur arkitekt um Sólon.

https://www.ruv.is/frett/2020/08/11/160-ar-fra-faedingu-solons-i-slunkariki

DEILA