Kári blæs

Kári Stefánsson hefur af fundi í stjórnarráðinu - með uppbrettar ermar. Mynd: visir.is

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var ókyrr í vikunni og vildi hertar aðgerðir. þegar þær voru kynntar sagðist Kári vilja ganga lengra og meðal annars loka vínveitingastöðum.

Ekki varð af því, en Indriði á Skjaldfönn var sammála Kára og orti þessa vísu, sem hann nefndi Kári blæs:

Landans fer að lækka grínið.
Lemur Kári á búllustöðum.
Burt með fjandans brennivínið
sem bara veldur heilsusköðum.
DEILA