Ísafjörður: Styrktartónleikar í kvöld fyrir börnin í Beirút

Styrktartónleikar fyrir börnin í Beirút sem Aron Ottó Jóhannsson  stendur fyrir,verða í Hömrum á Ísafirði í kvöld, fimmtudagskvöld.

Tónleikarnir verða kl 20  og allur ágóði rennur til styrktar Unicef á Íslandi.

Meðleikari á tónleikunum verður  Bolvíkingurinn  Pétur Ernir Svavarsson.

Viðburðastofa Vestfjarða ætlar að sýna frá tónleikunum og eru þeir sýndir á youtube.

Slóðin er þessi:  https://www.youtube.com/watch?v=h5BHftaEQJ4

Einnig munu gestir geta verið í Hömrum, en taka verður tillit til þess að fjöldatakmarkanir standa enn, og hafa  þarf í huga tveggja metra regluna. Því munu fáir fá að vera í Hömrum segir Aron Ottó.

Plakat fyrir Beirút 2

DEILA