Í leikhús með grímu

Elfar Logi bíður eftir Beackett

Enn gera reglur heilbrigðisráðherra ráð fyrir tveggja metra reglu á menningarviðburðum og setur það leikhúsum nokkuð þröngar skorður. Frumsýningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum hefur til dæmis tvisvar verið frestað. Á vef RUV er haft eftir Magnúsi Geir Þórðarsyni að aðeins sé hægt að æfa verkið Upphaf því það er tveggja manna verk, „Við erum að skoða auðvitað þrif, rakningu miðakaupa og mögulega grímunotkun á einhverjum svæðum“ segir Magnús.

Elfar Logi í Kómedíuleikhúsinu er með afar passandi verk sem bíður eftir að komast á fjalirnar en það er „Beðið eftir Beckett“ og til stendur að frumsýna þann 30. ágúst. Elfar sem segist vera staddur í eigin leikriti er allur af vilja gerður en um leið og hann bíður eftir Beckett bíður hann eftir grænu ljósi frá Covid19 veirunni.

bryndis@bb.is

DEILA