Hafró: Sjómælingaleiðangri lokið

Þann 19. ágúst lauk 15 daga leiðangri til mælinga á ástandi sjávar á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni.

Vöktun á eðlis- og efnafræðilegum eiginleikum sjávar er eitt af föstum verkefnum Hafrannsóknastofnunar.

Markmið þess er að vakta langtímabreytingar á umhverfisþáttum í hafinu umhverfis Ísland. Í því felast m.a. að gera endurteknar mælingar á hitastigi, seltu, súrnun sjávar og styrk næringarefna á stöðvum kringum Ísland í fjórum rannsóknaleiðöngrum ár hvert.

Leiðangrarnir eru farnir vetur, vor, sumar og haust.

Að þessu sinni var mælt á 213 stöðvum á sniðum sem ná yfir helstu sjógerðir við landið og inni á fjörðum og flóum.

Í heildina séð er hiti yfirborðslaga sjávar áþekkur því sem var á síðasta ári. Frekari úrvinnsla á gögnum leiðangursins fer fram á næstu mánuðum.

Þá var í leiðangrinum sinnt gagnaöflun í verkefni sem lýtur að loðnuungviði þar sem skoðuð eru útbreiðsla, uppruni og afdrif þess.