Góð aðsókn að Hótel Breiðavík í sumar

Að sögn Birnu Atladóttur í Breiðavík hefur verið mikið að gera í sumar.

Það er hægt að segja að þetta hafi verið öðruvísi sumar því að lengi vel vorum við á báðum áttum hvort við ættum að opna eða ekki en komumst að þeirri niðurstðöðu að best væir að hafa opið það væri allavega hægt að bjóða gestum og gangandi kaffi.

Hótelið opnaði 20 júní og fram í júlíbyrjun var lítir aðsókn. En þá byrjaði aðsóknin aldeilis að aukast. Ég get hæglega sagt að um 80 – 90 % nýting hafi verið á hótelinu flesta daga í júlí og ágúst er búinn að vera góður líka.

En ég var með færra starfsfólk og ef ég hefði ekki ráðið til mín 3 ungar stúlkur frá Patreksfirði veit ég ekki hvernig hefði farið.

Ég get sko sagt það að þessar stelpur voru æðislegar. Harðduglegar og samviskusamar.

Ég kem til með að loka að mestu sunnudaginn 23 ágúst en við munum hafa tjaldsvæðið opið og matsölustaðurinn verður opinn fá 18:00 – 20:00.

Það verður hægt að fá gistingu en ekki morgunmat.

Í fyrstu voru þetta Íslendingar en síðan fór útlendingum fjölgandi.

Ég verð að viðurkenna að ég verð fyrir vonbrigðum með margan Íslendinginn yfir því að enn bólar á andúð á Breiðavík vegna gamallar sögu en það er annað mál sagði Birna að lokum.

DEILA