Fyrir hundrað árum – Árin og eilífðin

Árið 1920 kom út bókin Árin og eilífðin sem var safn predikana Haraldar Níelssonar.

Sá sem kostaði útgáfuna var Pétur Oddsson í Bolungarvík, en hann var á þeim tíma umsvifamesti athafnarmaðurinn þar.

Pétur var fæddur á Hafrafelli í Eyrarhreppi Norður-Ísafjarðarsýslu 21. ágúst 1862 og flutti til Bolungarvíkur 1891. Hann var útgerðarmaður og kaupmaður í Bolungarvík og lést 3. apríl 1931.

Séra Haraldur Níelsson (1868 – 1928) var prófessor við Háskóla Íslands rektor skólans og um tíma dómkirkjuprestur. Haraldur er þó einna helst þekktur fyrir biblíuþýðingar, predikanir sínar og störf í Sálarrannsóknafélagi Íslands.

DEILA