Fjaran og hafið

Hafrannsóknastofnun og Menntamálastofnun hafa í sameiningu unnið fræðsluvef um fjöruna og hafið.

Á vefnum má finna fróðleik og fræðslu um lífríki sjávar, umhverfi, veiðar og veiðarfæri.

Um er að ræða margskonar fróðleik um stórar og smáar lífverur sem lifa í fjörum og í hafinu.

Á vefnum er hægt að skoða myndbönd með sumum lífverunum sem fjallað er um.

Einnig má velja nokkrar þrautir og spurningaleiki sem tengjast lífverum í fjörum og hafi.

Ýmsar þjóðsögur tengjast náttúrufyrirbærum og dýrum. Hægt er að skoða nokkrar sem tengjast hafinu

Vefurinn er ætlaður grunnskólabörnum en hentar einnig vel til kennslu í framhaldsskólum.

https://www1.mms.is/hafid/index.php

DEILA