Hjólreiðadeild Vestra ákvað að sýna samfélagslega ábyrgð og aflýsa Enduró hjólreiðamóti sem átti að halda næstkomandi helgi.
„Við færum ykkur þær sorgarfréttir að við neyðumst að aflýsa Enduro Ísafjörður 2020 í ljósi aðstæðna. Söknum ykkar!! Við mætum tvíefld til baka 2021. Hjólið grimmt þangað til.
Þetta hefði verð í þriðja sinn sem mótið hefði verið haldið, annað sinn af hjólreiðadeild Vestra.
Þegar lokað var fyrir skráningar voru 70 þátttakendur skráðir og stefndi í metþátttöku.
Fyrst og fremst erum við svekkt yfir að tapa gleðinni.
Enduro hjólafólk er lífsglaðasta fólk sem fyrir finnst og alltaf gaman að fá þetta fólk í heimsókn.
Auðvitað er þetta eitthvað tekjutap, í fyrra vorum við með góða styrktaraðila sem hjálpuðu okkur að lenda réttu megin við núllið og hefur ágóðinn farið í uppbyggingu á stígakerfi hér í bænum.“
Segir í tilkynningu frá Hjólreiðadeild Vestra.