Eitt tilboð í vegagerð milli Gufudalsár og Skálaness

Skálanes í Gufudalssveit

Aðeins eitt tilboð barst í endurbygging og breikkun Vestfjarðavegar (60-28) á um 6,6 km kafla frá Gufudalsá að Skálanesi en tilboð voru opnuð síðastliðinn föstudag.

Verkið skiptist í tvo kafla, annars vegar um 5,4 km langan kafla frá Gufudalsá að Melanesi. Sá kafli er ekki hluti af framtíðar Vestfjarðavegi en mun þjóna umferð um Gufudal þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar verður framkvæmd.
Hins vegar um 1,2 km langan kafla frá Melanesi að Skálanesi, en sá kafli er hluti af framtíðar Vestfjarðavegi.

Áætlaður verktakakostnaður var tæpar 289 milljónir en tilboðið sem barst og var frá Borgarverki í Borgarnesi var upp á 305.5 milljónir.

Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2021.

DEILA