Bárðarslippur

Bárðarslippur er elsti starfandi dráttarslippur Íslendinga og var hann reistur á Torfnesi á Ísafirði.

Slippurinn var samstarfsverkefni Ísafjarðarkaupstaðar og Bárðar G. Tómassonar.

Með samstarfinu varð til Skipabraut Ísafjarðar h.f. og voru hluthafar í upphafi Ísafjarðarkaupstaður og allir eigendur ísfirskra fiskibáta.

Hafist var handa við byggingu slippsins árið 1917 og fyrsta skipið dregið á land 1921.

Marsellíus Bernharðsson kaupir slippinn af Bárði 1944 og rekur hann á Torfnesi fram undir 1970 þegar rýma þarf lóðina fyrir nýbyggingu Menntaskólans á Ísafirði og var þá færður á núverandi stað í Neðstakaupstað.

Slippurinn er um þessar mundir í viðgerðarferli.

Af vef Byggðasafns Vestfjarða

DEILA