Vestfjarðavegur í útboð

Vegagerðin hefur auglýst útboð Vestfjarðavegar.

Óskar er eftir tilboðum í endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á um 6,6 km kafla frá Gufudalsá að Skálanesi.

Verkið skiptist í tvo kafla, annars vegar um 5,4 km langan kafla frá Gufudalsá að Melanesi.

Sá kafli er ekki hluti af framtíðar Vestfjarðavegi en mun þjóna umferð um Gufudal þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar verður framkvæmd.
Hins vegar um 1,2 km langan kafla frá Melanesi að Skálanesi, en sá kafli er hluti af framtíðar Vestfjarðavegi.

Verkinu á að vera lokið 15 júlí á næasta ári en tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 11 ágúst.

DEILA