Ungir Framsóknarmenn: vilja að kosningaréttur miðist við fæðingarár

Samband ungra Framsóknarmanna hefur sent upp umsögn sína um tillögur að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins sem forsætisráðherra hefur sent út til kynningar.  Vestfirðingurinn Magnea Gná Jóhannsdóttir, sem situr í stjórninni, segir að SUF vilji að ákvæði stjskr. verði breytt þannig að einstaklingar sem eru á átjánda ári fái kosningarétt (séu kosningar það ár er þeir verða 18 ára). Núverandi stjskr. kveður á um rétt einstaklinga til þess að kjósa á og eftir 18 ára afmælisdag. Þetta telur SUF stuðla að ójafnrétti til eins mikilvægasta rétt manna í lýðræðisríki.

Í umsögninni segir:

„Það er ekki lýðræðislegt að neita ungu fólki um kosningarétt eingöngu vegna þess hvenær þau fæðast á árinu.

Þau sem fæðast á sama ári eru taldir vera jafningjar í augum samfélagsins. Þau fylgjast að í gegnum grunnskóla, taka lokapróf saman og loks útskrifast svo saman. 

Samt eru þessir „jafningjar“ ekki jafnir þegar kemur að einum mikilvægasta rétti sem fyrirfinnst í lýðræðisríki, sjálfum kosningaréttinum.”

Vísað er til þess að í norsku stjórnarskránni sé ákvæðið þannig að kosningarétt hafi þeir sem eru eða verða 18 ára á því ári sem kosningar eru haldnar.

 

 

DEILA