Óshlíð: konunni bjargað fljótt

Í gærkvöldi voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til þess að aðstoða konu úr sjálfheldu í Óshlíðinni í Bolungavík.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, uplýsingafulltrúa Landsbjargar gengu björgunaraðgerðir vel. Björgunarsveitarmenn koma fljótlega auga á konuna þar sem hún var stödd í hlíðum Óshvílftarinnar. Gekk greiðlega að komast að henni og aðstoða hana við gönguna niður. Hún var ómeidd.