Þetta skemmtilegasta sveitaball allra tíma verður haldið laugardaginn 18 júlí í Ögri.
Næg tjaldstæði og athugið að ballið er aðeins fyrir 18 ára og eldri, yngri gestum verður vísað burt af svæðinu.
Ein af hefðum þessa sveitaballs er að bjóða gestum upp á rabbarbaragraut og hverjum miða fylgir rabarbaragrautur með rjóma samkvæmt hefð hússins.
Þess má geta að allur ágóði rennur óskiptur til viðhalds og uppbyggingar samkomuhússins í Ögri sem er gamalt ungmannafélagshús og byggt 1926.
Samkvæmt venju mun dúettinn Halli og Þórunn sjá um að skemmta fólki.