Ísafjörður: grjót og aurskriður ofan við Hlíðarveg

Ernirinn í Bolungavík í morgunsárið var gráleitur. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fyrir stuttu varð vart við grjót- og aurskriðu ofan við Hlíðarveg á Ísafirði. Henni fylgdu miklar drunur að sögn viðstaddra. Mikil úrkoma hefur verið síðann í gær á Vestfjörðum. Aurskriða féll yfir veginn upp á Bolafjall í Bolungavík og er vegurinn lokaður. Þá varð að rýma tjaldsvæðið í Tungudal á Ísafirði vegna vatnavaxta í Buná.

Kalt er í veðri og gránað hefur  í fjöll. Ekki hefur orðið alvarlegt tjón svo vitað er, né slys á fólki og fénaði.

Myndir frá Ísafirði: Sigurður Pétursson.

https://www.facebook.com/100004380063343/videos/1680150152140971/?id=100004380063343

https://www.facebook.com/100004380063343/videos/vb.100004380063343/1680145378808115/?type=2&theater&notif_t=video_processed&notif_id=1594984464531501

DEILA