Ísafjörður: byggt yfir líkamsrækt á Torfnesi

Íþróttahúsið á Torfnesi.

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri staðfestir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að framtíðarsýnin sé að byggja aðstöðu fyrir líkamsrækt á Torfnesi á næstu árum.

Mun vera samkvæmt heimildum Bæjarins besta til athugunar að byggja sal ofan á byggingu sem er inngangur að íþróttahúsinu sjálfu. Þar yrði aðstaða fyrir líkamsrækt.

Í dag er rekið Studio Dan við Hafnarstræti og svo Crossfit salur við Sindragötuna. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður rekstraraðila við bæjaryfirvöld um framtíðarfyrirkomulag. Stefnt er að því að koma upp góðri aðstöðu á Ísafirði fyrir líkamsrækt.

Birgir segir jafnframt að finna þurfi bráðabirgðalausn sem yrði notast við þar til endanleg aðstaða verður tilbúin og  verið er að vinna í því að finna lausn á því.

 

DEILA