Ísafjörður: aðeins eitt tilboð í göngustíga

Fimmtudaginn 16. júlí sl. voru opnuð tilboð í verkið Áningarstaðir A-B-C-D-E-F og
göngustígar neðan Gleiðarhjalla. Opnun fór fram í sal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu
Ísafirði. Eitt tilboð barst frá Búaðstoð ehf. upp á 35.334.020 kr.

Kostnaðaráætlun var 23.711.800 kr. og er því tilboðið 49% hærra en kostnaðaráætlun.

Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs lagði til að tilboðinu yrði hafnað en bæjarráðið ákvað að fresta afgreiðslu málsins.

DEILA