Ísafjarðarbær: umsögn um frummatsskýrslu Arctic Sea Farm

Frá opnum kynningarfundi Arctic Fish á Ísafirði um eldisumsóknina í Ísafjarðardjúpi. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur gengið frá umsögn sinni fyrir hönd bæjarstjórnar um frummatsskýrslu Arctic Sea Farm  vegna 8000 tonna sjókvíeldis í Ísafjarðardjúpi.

Það er Skipulagsstofnun sem fer fram á umsögnina.

Í umsögninni segir:

Umhverfi Ísafiarðardjúps og rannsóknir á því eru gerð góð skil í skýrslunni.
Fyrirhugaðri framkvæmd er líst vel í skýrslunni. Umhverfisáhrifum eru gerð góð skil svo og
mótvægisaðgerðum og vöktun.
Vill Ísafjarðarbær leggja áherslu á að áætlanir um rannsóknir og vöktun séu ítarlegar og fylgi viðeigandi stöðlum. Það er grundvöllur að því að hægt sé að endurmeta, með rauntölum, burðarþol Ísafjarðardjúps til fiskeldis.
Ísafiarðarbær fagnar metnaði Arctic Sea Farm í innleiðingu á alþjóðlegum kerfum lífræna
framleiðslu á matvælum.

Eftirfarandi athugasemdi eru gerðar:

Ekki er gert grein fyrir aðgerðaráætlun ef upp koma neyðartilvik og vá varðandi eldið og
sjókvíarnar.
Ekki er talað um hvers konar aðstöðu Arctic Sea Farm er með á Flateyri. Ekki kemur fram
hverskonar aðstöðu Arctic Sea Farm fyrirhugar að vera með á lóð á Ísafirði, sem fyrirtækið hefur sótt um. Ekki kemur fram í skýrslunni hvort vinnsla á afurðum verður á norðanverðum Vestfiörðum eða ekki.
Ekki er ljóst hvernig skýrsluhöfundar komast að niðurstöðu um að samfélagið verði fyrir
„neikvæðum áhrifum“ ef ekki komi til uppbyggingar á fiskeldi eða hvaða rannsóknir liggja þar að baki.
Ísafiarðarbær bendir á Húsnæðisáætlun Ísafiarðarbæjar sem Reykjavik Economics vann fyrir Ísafiarðarbæ og var gefin út 2019. Þar er m.a. talað um áhrif aukins fiskeldis í Ísafjarðardjúpi  á fiölgun íbúa og íbúðaþörf á svæðinu.
Vill Ísafarðarbær kalla eftir frekara mati á framtíðarmannaflsþörf sjókvíeldis Arctic Sea Farm og útlistun á helstu tækninýjungum í sjókvíaeldi sem hugsanlega muni fækka störfum við sjókvíeldi.

Heiða Jack skipulagsfulltrúi lagði fram umsögnina sem bæjarráðið svo samþykkti.

DEILA