Fasteignir Vesturbyggðar: eigið fé neikvætt um 103 m.kr.

Eignir Fasteigna Vesturbyggðar ehf voru metnar á 107 milljónir króna um síðustu áramót en skuldir voru 210,3 milljónir króna. Eigið fé félagsins var því neikvætt um 103,3 milljónir króna. Skýrist það einkum af því hversu lágt fasteignamat íbúðanna er. Hefur þróun verðmætis eignanna verið mun lakari en verðgildis skuldanna.

Samkvæmt ársreiningi fyrir 2019 voru tekjur félagsins 15 millljónir króna og hagnaður varð af rekstrinum um 4,9 m.kr.

Á aðalfundi félagsins  þann 15. júlí var ársreikningurinn samþykktur og kosin ný stjórn.

Formaður var kosinn Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir og Ásgeir Sveinsson meðstjórnendur.

Í varastjórn voru kosin Jón Árnason, María Ósk Óskarsdóttir og Magnús Jónsson.

 

DEILA