Bolungavík: meiri framkvæmdir við gangstéttir

Bæjarráð Bolungavíkur samþykkti í vikunni viðauka við fjárhagsáætlun ársins. Verður lögð ný gangstétt á kafla í Hlíðarstræti.

Ástæðan er sú að Orkubú Vestfjarða fer í umtalsverðar viðgerðir á jarðstreng í Hlíðarstræti frá rafmagnskassa við Hlíðarstræti 11 að rafmagnskassa að Hlíðarstræti 21 (merkt blátt)   eftir að bilun kom upp í strengnum.

OV hefur óskað eftir samstarfi við að ganga frá gangstéttinni í samstarfi við sveitarfélagið. Af því eru augljós samlegðaráhrif  til kostnaðarminnkunar fyrir sveitarfélagið þar sem Orkubúið  ber kostnað af jarðvinnu.

Auk þessa kafla er lagt til að sveitarfélagið klári að leggja gangstétt frá Hlíðarstræti 11 að Hlíðarstræti 7 (merkt grænt á mynd, samtals 20m). Sú gangstétt er afar illa farin.

Kostnaður sveitarfélagsins við allt verkið er áætlaður kr. 4m.kr. Inni í þeirri tölu er lagning á gangstétt og 4stk ljósastaurar.

 

DEILA