Andstaða við laxeldi í Strandabyggð

Frá Hólmavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórn Strandabyggðar tók fyrir í vikunni erindi frá Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávar- og landbúnaðarráðherra þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórn sem land eiga að Ísafjarðardjúpi til þess  hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Jökulfjörðum.

Ísafjarðarbær og Bolungavíkurkaupstaður hafa svarað erindinu á þann veg að nauðsynlegt sé að fá burðarþols- og áhættumat fyrir svæðið áður en ákvörðun er tekin.

Erindið var lagt fram til kynningar á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar og því engin svör gefin við erindinu.

En tveir sveitarstjórnarmenn Ásta Þórisdóttir og Eiríkur Valdimarsson lögðu fram eftirfarandi bókun: „Það er okkar mat að mun mikilvægara sé að hlúa að friðlandinu Hornströndum og áhrifasvæði þess í hafi, þar með töldum Jökulfjörðum.“

DEILA