Vestri: Knattspyrnan byrjar í dag

Frá leik Vestra á Torfnesvelli í fyrra. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Knattspyrnulið Vestra í karlaflokki hefur leik í 1. deildinni í dag með leik á móti Víkingi í Ólafsvík. Hefst leikurinn kl 14. Liðið vann sér sæti í 1. deildinni, sem heitir Lengjudeild,  með góðri frammistöðu á síðasta sumri þar sem það varð í 2. sæti í 2. deildinni. Bjarni Jóhannsson verður áfram þjálfari liðsins.

Tólf lið leika í 1. deild og eru leiknar tvær umferðir, samtals 22 leikir. Mótið hefst óvenjuseint vegna farsóttarinnar sem kom upp í mars. Síðasta umferðin verður leikin 10. október og á Vetsri þá heimaleik gegn Aftureldingu.

Fáir leikir hafa verið leiknir á undirbúningstímabilinu og afar snúið er að gera sér grein fyrir stöðu liðanna.

KSÍ hélt í gær kynningarfund fyrir  Lengjudeild karla  og kynnti meðal efnis hina árlegu spá formanna, þjálfara og fyrirliða einstakra liða um lokastöðu þeirra.

ÍBV og Keflavík er spáð sæti í Pepsi Max deild karla að ári á meðan Leikni F. og Magna er spáð falli.

Nýliðum Vestra er spáð 8. sæti deildarinnar sem þýðir að liðið heldur sæti sínu í deildinni.

Spáin

1. ÍBV – 410 stig

2. Keflavík – 360 stig

3. Grindavík – 329 stig

4. Leiknir R. – 304 stig

5. Fram – 272 stig

6. Þór – 247 stig

7. Víkingur Ó. – 201 stig

8. Vestri – 137 stig

9. Afturelding – 134 stig

10. Þróttur R. – 109 stig

11. Leiknir F. – 105 stig

12. Magni – 72 stig

 

DEILA